Lögreglan í Wuhan í Kína handtók þrjá einstaklinga eftir að fagnaðarlæti fóru úr böndunum í kjölfar sigurs kínverska liðsins EDward Gaming á heimsmeistaramótinu í League of Legends.
Mikil fagnaðarlæti brutust út meðal rafíþróttaaðdáenda í Kína þegar EDward Gaming urðu heimsmeistarar í League of Legends síðustu helgi. Í borginni Wuhan komu saman fleiri en tvö þúsund aðdáendur og fögnuðu sigrinum á skipulögðum viðburði þar sem úrslitaleikurinn var sýndur í beinni útsendingu á útisvæði í borginni.
Þrír einstaklingar sem skipulögðu viðburðinn fyrir aðdáendur í Wuhan fengu ekki leyfi frá yfirvöldum til að halda viðburð þar sem svo margir einstaklingar koma saman. Þessir þrír einstaklingar voru því handteknir og sektaðir.