Íslenskir Counter-Strike:Global Offensive aðdáendur héldu til Svíþjóðar síðustu helgi til að fylgjast lokametrum PGL Major Stockholm mótsins. Úrslitaviðureignin fór fram síðasta sunnudag og lauk mótinu með sigri NAVI. Nokkrir íslenskir aðdáendur hittu leikmenn sem kepptu í mótinu er þeir voru á heimleið.
Þeir Hugi Snær „Hugo“ Hlynsson, Eiríkur „Eiki47“ Jóhannsson, Unnar „unn4rf“ Freyr og Viktor Gabríel „Vikki“ Magdic voru meðal aðdáenda sem fóru til Svíþjóðar til að fylgjast með mótinu. Hugo, Vikki og Eiki47 léku allir í Vodafonedeildinni í CS:GO á síðasta tímabili.
Þegar þeir voru á leið heim urðu þeir fyrir því láni að hitta tvo leikmenn sem kepptu í mótinu á flugvellinum á leið heim, leikmennina Casper „cadiaN“ Møller og Ismail „refrezh“ Ali sem spila fyrir lið Heroic. Til gamans má geta að Heroic komust alla leið í undanúrslit þar sem þeir töpuðu fyrir G2 Esports.
„Við vorum að borða á flugvellinum þegar við sáum þá í búð rétt hjá, fórum til þeirra og báðum um mynd með þeim. Eftir að hafa tekið myndir með þeim tókum við spjall við þá um mótið og upplifun okkar sem áhorfendur.
CardiaN sagði okkur að honum fannst frábært að fá að spila aftur fyrir framan áhorfendur, og voru þeir báðir mjög almennilegir og virtust hafa gaman af því að spjalla við okkur um mótið og leikina,“ segir Hugi Snær „Hugo“ Hlynsson um atvikið.