Tölvuleikjastreymirinn Risshella birti tíst nýlega þar sem hún sýndi frá skjáskoti af tölvupósti frá tölvuleikjaútgáfufyrirtækinu Flynn’s Arcade þar sem óskað var eftir nektarmyndum af henni.
Flynn’s Arcade er í þann mun að gefa út indie tölvuleikinn Lone McLonegan og var Risshellu boðið tækifæri á að prófa leikinn og eins var óskað eftir „greiða“ á móti.
Risshellu blöskraði eðlilega við þessi skilaboð og segir í tístinu að hún sé í raun bæði flækt og að henni líði óþægilega með þetta.
Í tölvupóstinum stendur meðal annars: „Við myndum elska það ef þú vildir prófa leikinn fyrir útgáfu og sem greiða, ef þú gætir veitt okkur litla umsögn/streymi/tíst/TikTok-dans/sent-nektarmyndir/skyndilegan-hnerra hvar sem þú kemur því fyrir í tímatöflu þína“.
Í kjölfar þessa tísts hafa fleiri streymarar einnig tjáð sig um málið á Twitter og segja að þeir hafi fengið sama tölvupóst frá fyrirtækinu og fréttasíðan GameByte fékk einnig tölvupóstinn.
Er fiskisagan flaug birti fyrirtækið Flynn's Arcade opinbera afsökun á þessu á Twitter aðgangi sínum og óskaði einnig eftir því að bendla ekki stúdíói Lone McLonegan tölvuleiksins við þetta. Fyrirtækið tekur fram að það hafi ekkert að gera við þessa nektarmyndarherferð og tekur fulla ábyrgð á tölvupóstinum.