Stórstjarnan Tyson Ngo, einnig þekktur sem TenZ og spilar með rafíþróttaliðinu Sentinels í tölvuleiknum Valorant tilkynnti á Twitter aðgangi sínum samstarf sitt við raftækjaframleiðandann Xtrfy.
TenZ var fenginn að láni frá Cloud9 til Sentinels fyrr í vor fyrir stórmeistaramótið sem haldið var hér á Íslandi en kostaði lánið Sentinels 30 milljónir íslenskar krónur.
Vegna yfirburðar frammistöðu á mótinu var hann síðan keyptur fyrir 150 milljónir íslenskar krónur til Sentinels ásamt því að hafa verið kosinn verðmætasti leikmaður mótsins.
TenZ er því orðinn einn af bestu leikmönnum heimsins í tölvuleiknum Valorant og nemur aðdáendahópur hans milljónir einstaklinga.
Samstarf TenZ og Xtrfy gagnast báðum aðilum mjög vel þar sem að TenZ mun leggja hönd á plóg við að þróa ný og betri lyklaborð ásamt heyrnatólum.
„Ég byrjaði að spila með Xtrfy tækjum fyrir mánuði síðan og varð strax ástfanginn. Gæðin og skilvirknin eru ótrúleg og teymið hjá Xtrfy er alltaf til staðar til aðstoðar og með hvað sem er,“ segir TenZ samkvæmt fréttatilkynningu frá Xtrfy.
„Ég er mjög spenntur að hefja formlegt samstarf með Xtrfy og það eru frábærir hlutir framundan hjá okkur.“