Dæmdir úr leik án útskýringa

PUBG Mobile.
PUBG Mobile. Ljósmynd/SCREEN POST

Heimsmeistaramótið í leiknum PUBG Mobile hefst í lok nóvember og fara úrslit mótsins fram í byrjun ársins 2022. Nú eru í gangi undankeppnir og lið vinn hörðum höndum að því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu. Eitt lið sem hafði tryggt sér sæti hefur nú verið dæmt úr leik.

Sigruðu deildarkeppni í Suður-Kóreu

Suður-kóreska liðið Hidden tryggðu sér sæti í deildarkeppni heimsmeistaramótsins eftir að hafa sigrað annað tímabil deildarinnar Pro Series í Suður-Kóreu. Hinsvegar hefur Krafton, sem er fyrirtækið sem heldur heimsmeistaramótið, nú dæmt liðið úr leik án útskýringa. 

Brottvísunin kom aðdáendum keppninnar og liðsins Hidden í opna skjöldu og bíða þeir nú örvæntingafullir eftir útskýringum á atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert