Nokkrir af stærstu tölvuleikjum frá fyrirtækinu Bethesda eru þekktir fyrir að gefa leikmönnum kost á að sérsníða persónur leikmanna á ítarlegan máta, til dæmis Skyrim.
Í væntanlegum tölvuleik, Starfield, er haldið í þá hefð og hafa þar leikmenn jafnvel kost á að velja fornöfn fyrir persónu sína.
Í færslu á Reddit segir Todd Howard, leikja- og framkvæmdastjóri Bethesda Games að ásamt því að geta valið bakgrunn, hæfileika og þess háttar í tölvuleiknum Starfield verður einnig hægt að velja sér fornöfn (hann, hún, það) og hafa upptökur leiksins verið gerðar eftir hverju vali fyrir sig.
Tölvuleikurinn Starfield er hlutverkaleikur sem fer fram í geimnum en hann verður ekki gefinn út fyrr en 11.nóvember á næsta ári.