Eftir að hafa lært um uppruna alheimsins og barist við ýmsa Guði eftirlífsins í nýjasta aukapakka World of Warcraft, Shadowlands, eru margir leikmenn farnir að sakna lífsins á „jörðinni“.
Þróunaraðilar World of Warcraft birtu myndband á YouTube þar sem þeir veita áhorfendum innsýn inn í næsta aukapakka ásamt næstu og síðustu uppfærslu Shadowlands. Af því að dæma virðist vera sem leikmenn snúi aftur á jörðina, til Azeroth, í næsta aukapakka.
Í myndbandinu má sjá að leikmenn komist í tæri við nýtt og heilagt land þar sem Shadowlands og Azeroth var skapað og lýsa þróunaraðilar því sem landinu á bakvið tjöldin. Þar sem alheimurinn var skapaður en þar truflar návist Fangavörðsins (e. The Jailor) verkferlið.
Markmiðið í næstu uppfærslu er því að stöðva Fangavörðinn og vernda hið heilaga land.
Hið heilaga land, Zereth Mortis, býr að lögmálum sem við þekkjum ekki en þar má sjá svífandi tré og hægt er að labba á vatni. Þróunaraðilar segjast leggja áherslu á að gera landið eins fjarstæðukennt og þeir gátu.
„Allt sem þú sérð í Zereth Mortis hefur sinn tilgang og ásetning,“ segir Gabe Gonzalez, umhverfisstjóri í umræddu myndbandi.
Eins segir frásagnarhönnuðurinn, Steve Danuser, í viðtali við Game Rant að það sé nægt rými til bæði stærri sem smærri og jafnvel persónulegri ævintýra í veröld World of Warcraft.
Nánari upplýsingar má finna í myndbandinu hér að neðan.