Nýr forstöðumaður Overwatch League

Fimmta tímabil Overwatch League deildarinnar hefst á næsta ári.
Fimmta tímabil Overwatch League deildarinnar hefst á næsta ári. Grafík/Overwatch League

Fimmta tímabil Overwatch League deildarinnar fer af stað á næsta ári. Breytingar hafa verið gerðar í stjórnendastöðum deildarinnar, en fyrrum forstöðumaður stígur og niður og nýr kemur í hans stað.

Sean Miller verður nýr forstöðumaður Overwatch League deildarinnar á næsta tímabili, en hann hafði áður sinnt starfi á rekstrarsviði deildarinnar. 

Jon Spector er sá sem stígur niður úr stöðu forstöðumanns, en hann heldur þó áfram í starfi tengdu leiknum Overwatch og mun sinna stöðu í viðskiptadeild leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert