Stórmeistaramótinu PGL Major í Stokkhólmi lauk síðustu helgi með sigri NAVI, en liðið átti frábært mót og tapaði ekki leik á mótinu. Leikmaðurinn Sasha „s1mple“ Kostyliev var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins, enda stóð hann sig frábærlega.
Tölfræði s1mple í mótinu var ótrúleg og má segja að hann hafi verið lykillinn að velgengi NAVI. Vefmiðillinn HLTV hefur tekið saman helstu tilþrif s1mple frá mótinu og sett saman í myndband.