Rafíþróttir og tölvuleikir hafa aldrei verið vinsælli en nú. Það er hinsvegar langt síðan að fyrsti tölvuleikurinn kom út og hafa þeir þróast mikið síðan þá.
Það er áhugavert að líta til baka og hugsa um fjöldann allan af tölvuleikjum sem gefnir hafa verið út. En hvaða leikir eru það sem eiga 10 ára afmæli árið 2021? Eftirfarandi leikir hafa verið til nú í áratug og eflaust margir sem eiga minningar í þeim leikjum.
Leikurinn sem er betur þekktur sem Skyrim, er nú meðal leikja sem hafa verið til í áratug. Í tilefni þess hafa útgefendur gefið út sérstaka afmælisútgáfu af leiknum, enda er leikurinn enn vinsæll meðal aðdáenda.
Fyrsta útgáfa leiksins Portal naut vinsælda og í kjölfarið kom út Portal 2. Vélmennið GLaDOS leiðir leikmenn í gegnum leikinna, en leikurinn býður uppá bæði einspilun og samspilun þar sem tveir geta spilað saman.
Flestir sem hafa spilað tölvuleiki þekkja Minecraft og er leikurinn enn gríðarlega vinsæll, nú tíu árum eftir fyrstu útgáfu. Leikurinn hefur tekið miklum breytingum síðan hann kom fyrst út, og eru útgefendur enn að uppfæra leikinn reglulega.
Margir Call of Duty leikir hafa komið út síðastliðinn áratug, en margir tala um að eldri leikirnir séu með þeim betri. Call Of Duty: Modern Warfare 3 naut mikilla vinsælda þar sem kafteinn Price og kafteinn Soap voru í fararbroddi fylkingar.
Fyrsti leikur Dark Souls kom út fyrir áratugi síðan, en síðan þá hafa komið út fleiri. Leikurinn er þriðju persónu bardagaleikur sem hefur fengið mikið lof frá aðdáendum.
Leikurinn er hluti af leikjaröðinni The Legend of Zelda sem á sér marga aðdáendur. Leikurinn snýst um að kanna svæði og vinna bardaga og er enn mikið spilaður nú áratug eftir útgáfu. Betrumbætt útgáfa kom út fyrr á árinu sem er að líða.
Leikurinn var talinn einn af bestu leikjum ársins 2011. Í leiknum fara leikmenn í hlutverk Batman, kanna landsvæði og lenda í bardaga.