Útvegar mat fyrir fátæka og heimilislausa

NICKMERCS ætlar að útvega fátæku og heimilslausu fólki mat á …
NICKMERCS ætlar að útvega fátæku og heimilslausu fólki mat á Þakkargjörðarhátíðinni í ár. Ljósmynd/FaZe Clan

Streymirinn Nick „NICKMERCS“ Kolcheff er vinsæll á streymisveitunni Twitch þar sem hann hefur rúmlega sex milljónir fylgjenda. Hann streymir aðallega frá því er hann spilar leikinn Apex Legends ásamt því að hann hefur gert ýmis góðverk fyrir fólk í neyð.

Þegar streymar eru jafn vinsælir og NICKMERCS þéna þeir oft mikið. NICKMERCS hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum, en hann og faðir hans ætla að útvega þúsundum heimilislausra og fátækra einstaklinga mat á þakkargjörðarhátíðinni sem nú nálgast óðfluga.

Með hjarta úr gulli og ættu fleiri streymar og efnishöfundar að taka hann til fyrirmyndar og nýta sér vettvang sinn til að gera góðverk og hjálpa fólki í neyð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert