Afmælisstreymi Xbox í kvöld

Skjáskot/Facebook/Xbox

Microsoft fagnar tuttugu ára afmæli leikjatölvunnar Xbox í ár og hefst afmælisstreymi til fögnuðar þess í kvöld klukkan 18:00. Hægt er að fylgjast með streyminu á opinberum aðgöngum Xbox á Facebook, YouTube og Twitch.

Markaðsstjóri Xbox, Aaron Greenburg, sagði í tísti að þetta streymi væri áætlað sem fögnuðarviðburður en ekki endilega sem fréttastreymi um tölvuleiki.

Hinsvegar telur Windowcentral að greint verði frá einhverjum fréttum sem höfða til aðdáenda og notenda Xbox hvað varðar komandi tölvuleiki frá Xbox. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert