Flatabikarinn fór fram um helgina og voru úrslitaviðureignir spilaðar í gær.
Ungmennafélag Bolungarvíkur (UMFB) mættu XY Esports, sem nota bene hafði unnið alla sína leiki á mótinu, í gærkvöldið klukkan 18:00.
Fimm leikir voru spilaðir (bo5) og vann XY Esports fyrsta leikinn. UMFB spýttu því í lófana og sigruðu næstu tvo leiki en töpuðu þeim fjórða.
Staðan var þá 2-2 og spennan orðin mikil ásamt því að lýsendurnir, Huginn Orri Hafdal og Sölvi Karlsson, voru orðnir hásir eftir æsinginn.
UMFB hafði betur af og vann síðasta leik viðureigninnar og fór því úrslitaviðureign Flatabikarsins 3-2 fyrir UMFB.
Kom sigurinn áhorfendum jafnt sem lýsendum á óvart þar sem að þrír af leikmönnum UMFB spiluðu frá Bandaríkjunum, þar sem þeir stunda nám, og spila því með hægari ping-skipunum en aðrir leikmenn.
Það þýðir að viðbragðstími nettengingar þeirra var hægari en hjá öðrum og getur það skipt sköpum í leikjum sem þessum.