Fnatic sigraði á Evrópumótinu DreamHack Open 2021

Fnatic sigruðu evrópumót DreamHack Open 2021 í gær.
Fnatic sigruðu evrópumót DreamHack Open 2021 í gær. Skjáskot/twitter.com/FNATIC

Evrópumóti DreamHack Open 2021 lauk í gærkvöldi. Liðin Fnatic og BIG mættust í úrslitaviðureigninni þar sem Fnatic bar sigur úr býtum.

Fnatic sigraði MAD Lions örugglega í fyrri undanúrslitaviðureign mótsins, en BIG sigraði forZe í seinni undanúrslitaviðureigninni. Fnatic og BIG mættust í úrslitaviðureign mótsins í gærkvöldi, en MAD Lions og forZe mættust í leik um þriðja sætið í gærdag.

Óspennandi úrslitaviðureign

Fnatic og BIG mættust í úrslitaviðureigninni sem var best-af-fimm, sem þýddi að fyrsta liðið til að sigra þrjá leiki yrðu sigurvegari viðureignarinnar. Óhætt er að segja að úrslitaviðureignin hafi verið lítið spennandi, en Fnatic sigraði þrjá leiki í röð og stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins. 

Með sigrinum tryggði Fnatic sér sex og hálfa milljón íslenskra króna. Einnig fá þeir 100 Pro Tour stig, sem eru stig sem lið safna með gengi í smærri mótum til að komast á stórmót á vegum ESL.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert