Henry Cavill spilaði The Witcher tölvuleikinn

Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið …
Henry Cavill í hlutverki sínu í þáttunum Witcher sem slegið hafa í gegn. Mynd/Netflix

Margir kannast við The Witcher sem nú hefur komið fram í bókum, sjónvarpsþáttum og tölvuleikjum. Leikarinn Henry Cavill leikur í vinsælu sjónvarpsþáttunum The Witcher og hefur hann sagt frá því að hann spilaði samnefndan tölvuleik á meðan útgöngubanni stóð. 

Spilaði á hæsta erfiðleikastigi

„Ég ákvað að setja leikinn á hæsta erfiðleikastig og spila hann þannig og það var mjög stressandi!“ ef haft eftir Henry Cavill er hann greinir frá því að hann spilaði leikinn The Witcher 3: Wild Hunt í útgöngubanni í miðjum heimsfaraldri.

Til gamans má geta að Cavill hefur lokið leiknum oftar en einu sinni. Hann hefur talað opinskátt um það að hann njóti að spila tölvuleiki í frítíma sínum, þar á meðal The Witcher leikina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert