Íslenskur þjálfari nálgast stórmót

Pulse Clan eiga möguleika á að leika í lokakeppni haustmóts …
Pulse Clan eiga möguleika á að leika í lokakeppni haustmóts RLCS í Svíþjóð. Skjáskot/twitter.com/ThePulseClan

Nú fer að koma í ljós hvaða sextán lið mæta til leiks í lokakeppni haustmóts RLCS í Rocket League. Engir íslenskir keppendur eiga möguleika á að leika í lokakeppninni, en einn íslenskur þjálfari hefur nú möguleika á að tryggja sér sæti í keppninni.

Keppni hefur nú lokið á svæðum Eyjaálfu, Mið-Austurlanda og Noður-Afríku, og Norður-Ameríku. Á næstu dögum lýkur keppni í Evrópu, Asíu og Kyrrahafssvæðinu, og Suður-Ameríku.

Íslenskur þjálfari nálgast lokakeppnina

Liðið Pulse Clan sigraði alla þrjá viðburðina í svæðiskeppni Norður-Asíu og Kyrrahafssvæðis, en þjálfari liðisns er Íslendingurinn Gabríel Sindri „OSM“ Benediktsson.

Pulse Clan spilar í undankeppni Asíu og Kyrrahafssvæðisins síðar í nóvembermánuði, en þar mæta fjögur lið sem spila um sæti í lokakeppni haustmótsins. Liðið hefur staðið sig með yfirburðum til þessa, og þurfa þeir nú aðeins að vinna þrjár viðureignir til að tryggja sér sæti í lokakeppni haustmótsins. 

Lokakeppnin verður haldin í Stokkhólmi í Svíþjóð og er um svokallaðan LAN-vibðurð að ræða, þar sem allir leikmenn mæta á staðinn. Það lið sem sigrar lokakeppni haustmótsins fær 12 milljónir íslenskra króna í verðlaun. Ásamt peningaverðlaunum fær sigurliðið 601 stig, en öll lið safna stigum til þess að komast á heimsmeistaramótið sem fer fram næsta sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert