Orka má finna í ýmsum ævintýrum og finna má fjöldan allan af þeim í tölvuleiknum World of Warcraft og eins í kvikmyndaseríunni Lord Of The Rings.
Renzo Vignaga er 29 ára gamall Ítali og heillast mjög að orkum sem og öðrum skrímslum en hann býr til einstaklega raunverulegar orkagrímur sem innblásnar eru mikið af bæði World of Warcraft og Lord Of The Rings með ívafi eigin sköpungáfu Vignagas.
„Síðan ég var barn hefur mér fundist gaman að teikna upp lítil skrímsli, en þegar ég sá Lord Of The Rings í fyrsta skiptið varð ég ástfanginn af orkunum,“ segir Vignaga í samtali við mbl.is en fyrir nokkrum árum síðan gerðist hann meðlimur í Uruk-hai búningahóp (e. cosplay group).
Út frá því fór hann að gera verk sín raunverulegri og eftir nokkrar tilraunir tókst honum loks að gera verkin sín á þann hátt sem hann hafði verið að stefna að.
Studdist hann við innblástur frá bæði persónum sem og líffræði mannsins og bætti svo við persónulegum smáatriðum frá honum sjálfum.
„Búningamenn (e. cosplayers) að mínu mati hafa það verkefni að gefa áhorfendum frábæra upplifun. Af þeirri ástæðu kýs ég dýpri og á tilfinningalegri nálgun á gerð búninganna sem og augnabliki sýningunnar.“
Vignaga er mikill áhugamaður herkænsku tölvuleikja og spilaði mikið World of Warcraft 3 en segist í augnablikinu hafa skilið frá spilun World of Warcrafts.
„Ég byrja á að skoða myndir og tilvísanir til persóna mjög ítarlega, síðan held byrja ég á á skúlptúrnum og tekur það mjög langan tíma,“ segir Vignaga en þegar skúlptúrinn er klár hefst hann handa við að gera skúlptúrinn raunverulegri og er það ferli einstaklega viðkvæmt og gefur ekkert svigrúm fyrir „minnstu mistök“.
Að því loknu fer hann yfir smáatriðin, bætir við litum á grímuna og leggur lokahönd á verkefnið en hann tekur að sér ýmis verkefni af þessu tagi ásamt því að búa til grímur fyrir vefverslunina sína á Etsy.
Vignaga hefur búið til fleiri grímur en heilbúninga og eru verkin öll úr ævintýraheimum en hann sér fram á að búa til grímur eða heilbúninga úr öðrum áttum í framtíðinni.