Sérhannaður Pac-Man sími

Mynd af Pac-Man símanum á Lego-símastandi sem fylgir með.
Mynd af Pac-Man símanum á Lego-símastandi sem fylgir með. Skjáskot/OnePlus

Raftækjafyrirtækið OnePlus hefur tilkynnt sérútgáfu af snjallsímanum OnePlus Nord 2 en hann er innblásinn af tölvuleiknum Pac-Man - sem hægt er að spila í gegnum vefsíðu OnePlus.

Sami búnaður, nýtt útlit

Síminn hefur að geyma sama vélbúnað og hinn hefðbundni OnePlus Nord 2 sem var gefinn út í sumar en sérútgáfan hefur sérstakt Pac-Man þema.

Bakhlið símans hefur að geyma lítið Pac-Man merki en í myrkri lýsist upp Pac-Man völundarhús. Sérstakt hulstur er einnig fáanlegt fyrir þennan síma og er hulstrið glært með mynd af Pac-Man-braut ásamt draugunum fjórum, Inky, Blinky, Pinky og Clyde.

Efri partur myndar sýnir hvernig síminn lítur út í dagsbirtu …
Efri partur myndar sýnir hvernig síminn lítur út í dagsbirtu en neðri hluti myndarinnar sýnir hvernig síminn lýsir í myrkri. Skjáskot/OnePlus

Pac-Man að innan sem utan

Þegar síminn er ræstur blasir við Pac-Man veggfóður en um átta Pac-Man veggfóður er hægt að velja. Einnig er sérhannað merki sem gefur til kynna að síminn sé í hleðslu en þá er mynd af Pac-Man að borða kúlur.

Ýmis sérhönnuð hljóð eru fáanleg sem tilkynningarhljóð og eins hafa nokkur forrit frá OnePlus fengið á sig nýtt útlit í anda þemans.

Byggðu þinn símastand

Sé síminn keyptur tengiliðalaust frá OnePlus fylgir lego-símastandur með sem kaupandinn þarf að byggja sjálfur en standurinn er líkan af einskonar Pac-Man borði ásamt því að leikurinn sjálfur fylgir uppsettur með í símanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert