Tilgátur um Mortal Kombat 11

Skjáskot úr myndbandi sem birt var á Instagram aðgangi Xbox.
Skjáskot úr myndbandi sem birt var á Instagram aðgangi Xbox. Skjáskot/Instagram/Xbox

Tölvuleikurinn Mortal Kombat 11 gæti orðið aðgengilegur til spilunar í gegnum Xbox Game Pass ef marka má stríðnisstiklu frá Microsoft á Instagram.

Á opinberum Instagram aðgangi Xbox Game Pass var birt stutt myndband þar sem sýnt var frá einstakling að spila Mortal Kombat 11 á Xbox-leikjatölvu.

Annars kom Mortal Kombat 11 út í apríl 2019 og hægt að spila á öllum helstu leikjatölvum.

Greip fjarstýringuna

Í myndbandinu er fjarstýring leikmannsins gripin af goðsagnakennda spjótinu hans Scorpion og segir Xbox í fyrirsögn myndbandsins “Scorpion.. Við vorum að nota þetta..”.

Áhugsamir einstaklingar víðsvegar um heiminn velta því fyrir sér hvort að Mortal Kombat 11 sé væntanlegur á Xbox Game Pass en líkur eru á að það komi í ljós seinna í dag á tuttugu ára afmælisstreymi Xbox sem streymt verður síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert