33. þáttur Leikjavarpsins í loftið

Hér er samsett mynd af PlayStation-leikjatölvu og Xbox-leikjatölvu.
Hér er samsett mynd af PlayStation-leikjatölvu og Xbox-leikjatölvu. Grafík/Nörd Norðursins

Nýjasti þáttur Leikjavarpsins er kominn í loftið en það er tölvuleikjahlaðvarp á vegum Nörd Norðursins.

Strákarnir í Leikjavarpinu fjalla um allt það helsta úr heimi tölvuleikja, þar á meðal nýju Halo Infinite og Elden Ring leikjakynningarnar.

Fara yfir liðið ár

Þrír tölvuleikir eru teknir fyrir í þættinum; adrenelínleikurinn Riders Republic, þægilega rólegi indíleikurinn Unpacking og ævintýraleikurinn Kena: Bridge of Spirits.

Ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og Xbox Series X leikjatölvunum og strákarnir yfir hvað hefur staðið upp úr á liðnu ári, farið yfir helstu kosti og galla leikjatölvanna.

Rýnt í tölvurnar

Fjallað er um notendaviðmót, kælingu, hvort tölvurnar séu hljóðlátar eða háværar, hraða, geymslupláss, gæði, leikjaúrval, persónulega upplifun og fjarstýringar svo eitthvað sé nefnt. Leikjaklúbburinn er á sínum stað þar sem fjallað er um leikinn Papers, Please og nýr leikur settur á leikjalistann.

Hér að neðan er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert