Vodafone-deildin í Counter-Strike:Global Offensive snýr aftur í kvöld eftir frí í síðustu viku. Sjötta umferð deildarinnar hefst í kvöld þegar tveir leikir verða spilaðir.
Fyrsti leikur kvöldsins er leikur Ármanns og Fylkis sem hefst klukkan 20.30. Ármann sitja í fimmta sæti deildarinnar með fjögur stig, en Fylkir situr í sjöunda sæti með tvö stig. Fylkir bætti við sig leikmanninum Vikka um helgina og verður spennandi að sjá hvernig hann fellur inn í leikmannahópinn.
Seinni leikur kvöldsins verður leikur Vallea og XY sem hefst klukkan 21.30, en bæði lið hafa sex stig og deila þriðja og fjórða sætinu í deildinni. Búist er við spennandi leik milli þessara liða, og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig leikurinn fer.
Útsending kvöldsins hefst klukkan 20.15 og verða báðir leikir sýndir í beinni útsendingu á Stöð2 esport og Twitch rás RÍSÍ. Hægt er að sjá stöðu deildar, næstu leiki og úrslit leikja hér.