Rafíþróttahöllin í Kópavogi, Arena, er að halda fyrsta kvöld tölvuleikjasamfélags íslenskra kvenna (TÍK).
TÍK-kvöldið fer fram á fimmtudaginn og verða sérstök tilboð í boði á staðnum í tilefnil þess.
Viðburðurinn hefst klukkan 17:00 í Arena og stendur yfir í sjö klukkustundir en Arena býður upp á fimm spilatíma á verði þriggja um kvöldið.
Fimm klukkustundir í PC-tölvu munu því kosta 3090 krónur í stað 4990 króna og fimm stundir í PlayStation tölvu mun kosta 2990 krónur í stað 4890 króna.
Hægt er að spila yfir 80 tölvuleiki í tölvum Arena, allt frá eldri leikjum að vinsælustu leikjunum um þessar mundir.
Eins verða tilboð á veitingastaðnum Bytes á milli 17:00 og 20:00 en Bytes er staðsettur inní Arena. Pizza af matseðli ásamt gosi mun kosta 1990 krónur og eins verður hægt að kaupa pizzu af matseðli ásamt bjór en það tilboð kostar 2590 krónur.
Gleðistund fer einnig fram á barnum en hún varir frá klukkan 16:00 - 20:00 og eru þá tilboð á ýmsum drykkjum.
Er þetta frábært tækifæri fyrir konur sem hafa áhuga á tölvuleikjum til þess að hittast, kynnast og spila saman en vegna takmarkana hafa umsjónarmenn hólfað niður svæði og eru gestir beðnir um að virða hólfaskiptinguna.
Eins eru gestir beðnir um að notast við grímur ef þeim tekst ekki að halda eins meters fjarlægð frá fólki sem þeir þekkja ekki.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Arena eða á Facebook.