Íslenski tölvuleikjastreymirinn GunniTheGoon var með þeim fyrstu til þess að spila tölvuleikinn Halo Infinite en hann kom út í gær.
Leikurinn átti að koma út í desember en þróunaraðilar Microsoft ákváðu að gefa jólagjöfina snemma í ár og kom leikurinn því út í gær og er hann jafnframt gjaldfrjáls til spilunar. Við útgáfu fór allt á hliðina hjá Steam vegna mikillar umferðar en á fyrsta klukkutímanum voru um 100,000 leikmenn virkir samtímis.
GunniTheGoon sýnir í streyminu sínu á Twitch frá því þegar hann opnar leikinn og og velur bæði brynklæði jafnt sem vopn á persónu sína. Eins má sjá í myndbandinu að leikmenn geta valið hverskonar rödd persónan hefur og eru fleiri valmöguleikar í boði til sérsníðingar persóna.
Hér að neðan má sjá GunnaTheGoon prófa tölvuleikinn.