Halo Infinite er lentur

Skjáskot úr leiknum Halo Infinite.
Skjáskot úr leiknum Halo Infinite. Skjáskot/youtube.com/Xbox

Margir aðdáendur hafa beðið örvæntingafullur eftir fjölspilunarútgáfu leiksins Halo Infinite. Leikurinn átti að koma út í desembermánuði en Microsoft, útgefandi leiksins, ákváðu að koma aðdáendum á óvart og gefa leikinn út í gærkvöldi. 

Komu aðdáendum á óvart

Halo Infinite átti upprunalega að koma út á sama tíma og Xbox Series X/S fyrir ári síðan en vegna ítrekaðra vandamála var útgáfunni frestað um heilt ár. Microsoft tilkynnti áður að leikurinn ætti að koma út rétt fyrir jól, en ákváðu síðan að koma aðdáendum á óvart með útgáfu leiksins mánuði fyrir áætlaðan tíma.

Fjölspilun (e. multiplayer) útgáfa leiksins er aðgengileg frítt á leikjaveitunni Steam, Xbox One og Xbox Series X/S. Hægt er að nálgast fríu útgáfuna á Steam hér. Herferðarspilun (e. campaign) leiksins er ekki hluti af fríu útgáfunni, en sú spilun verður gefin út þann 8. desember næstkomandi. 

Vandamál með niðurhal vegna álags

Þegar leikurinn kom út í gærkvöldi, frír til spilunar, fór allt á hliðina hjá leikjaveitunni Steam. Fjölmargir spilarar sóttu leikinn til niðurhals á sama tíma sem gerði það að verkum að hægðist á niðurhalinu hjá þeim sem reyndu að sækja hann.

Þetta vandamál leystist þó og spilarar gátu fljótt halað leiknum niður án vandræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert