Sjáðu bestu Rocket League spilara landsins

Fyrsta umferð Turf Deildarinnar fór fram í gærkvöldi.
Fyrsta umferð Turf Deildarinnar fór fram í gærkvöldi. Grafík/Turf Deildin

Helstu tilþrif Turf-deildarinnar í Rocket League hafa verið sett saman í myndband. Í Turf-deildinni mætast bestu spilarar landsins í leiknum Rocket League og hafa mörg skemmtileg augnablik átt sér stað á tímabilinu sem er að líða.

Úrslitakeppni Turf-deildarinnar hefst á fimmtudaginn, en undanúrslit og úrslit verða leikin næstkomandi sunnudag. 

Lýsendur skapa skemmtilegt andrúmsloft í útsendingum Turf-deildarinnar og má meðal annars heyra hljóðbrot frá streymum í myndbandinu. Mörg flott tilþrif eru í myndbandinu og er sjón sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert