Dagur í lífi rafíþróttaleikmanns

Ljósmynd/Florian Olivo

Bandaríski háskólinn Ball Sate University teflir fram liðum í rafíþróttunum Overwatch, Rocket League, League of Legends og Valorant. Rafíþróttadeild skólans er öflug og er góð rafíþróttaaðstaða á skólasvæðinu.

Öflugt rafíþróttastarf í skólanum

Ásamt því að hafa öflugt rafíþróttastarf hefur skólinn einnig frábært íþróttastarf og keppir skólinn mörgum hefðbundnum íþróttum. Til gamans má geta að Íslendingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir spilar með körfuboltaliði Ball State University.

Alex Stoker, fyrirliði Valorant liðs Ball Sate University, kemur fram í viðtali við The Ball State Daily News þar sem hann fer yfir hvernig venjulegur dagur er hjá rafíþróttaleikmönnum skólans ásamt fleiru.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert