„Hver hleypti mér í sjónvarpið?“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:56
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:56
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Stelp­urn­ar Móna Lind Krist­ins­dótt­ir og Val­gerður Kjart­ans­dótt­ir, einnig þekkt­ar sem Diamond­MynXx og VallaPjalla streyma á Game­Tíví í þætt­in­um Qu­eens sem fer fram öll þriðju­dags­kvöld en þar spila þær ýmsa leiki og fá til sín allskon­ar gesti.

Kynnt­ust í vopna­leit­inni

Þær byrjuðu báðar að streyma fyr­ir um ári síðan en kynnt­ust fyr­ir nokkr­um árum síðan í „vopna­leit­inni“.

Móna og Val­gerður unnu sam­an fyr­ir fimm árum síðan en þá störfuðu þær við ör­ygg­is­leit á flug­velli Kefla­vík­ur og urðu góðar vin­kon­ur út frá því.

„Ég er til dæm­is al­veg súper extrovert og Val­gerður er al­veg súper introvert. Svo ég ætt­leiddi hana og hún ætt­leiddi mig,“ seg­ir Móna í sam­tali við mbl.is. 

Spilað frá unga aldri

Þær hafa báðar breitt áhuga­svið þegar kem­ur að tölvu­leikj­um og spila leiki á borð við Among Us, Apex Le­g­ends, Warzo­ne, Sims, World of Warcraft og lengi mætti áfram telja en þær spila helst PC-leiki.

Val­gerður man fyrst eft­ir sér að spila Super Mario í Nin­t­endo 64-tölvu en var hún þá mjög ung að aldri, eins fékk hún að spila í tölvu­leik um Löru Croft gam­alli tölvu hjá ömmu sinni og afa.

Sport að safna Sims

Móna var einnig ung þegar hún byrjaði að spila en minn­ist hún þess þegar hún spilaði með vin­konu sinni sem bjó í blokk á móti Mónu. Hitt­ust þær reglu­lega og spiluðu tölvu­leik­ina Comm­and­er Keen og Sims sam­an en þær deildu Sims aukapökk­um og þótti mikið sport að safna Sims-leikj­um.

Eins fékk Móna að spila ýmsa leiki sem voru hannaðir fyr­ir eldri leik­menn en hana sjálfa en hún fékk að spila slíka tölvu­leiki með bróðir sín­um.

„Ég lærði nátt­úru­lega geggjaða ensku á þessu, varð reiprenn­andi í ensku bara sex ára,“ seg­ir Móna.

Anna­samt utan streyma

Val­gerður er enn að vinna við vopna­leit­ina og eru þær báðar önn­um kafn­ar við verk­efni sem fylgja þátt­un­um þeirra á Game­Tíví, þær leita uppi áhuga­verða leiki til þess að spila og eru einnig að finna gesti fyr­ir streym­in sín.

Móna vinn­ur einnig að verk­efn­um tengd­um öðrum þátt­um á Game­Tíví og er hún þá meðal ann­ars að klippa og sinna eft­ir­vinnslu þátta og eins sinn­ir hún móður­hlut­verk­inu af kappi.

Fagn­ar árs-af­mæli

Það er að verða komið ár síðan Móna hóf streym­is­fer­il sinn á Twitch og ætl­ar hún að fagna því með af­mæl­is­streymi á föstu­dag­inn. Þar mun hún spila á tíma en bæt­ist áskrif­andi við þá leng­ist spila­tím­inn henn­ar.

„Mig langaði svo að vin­irn­ir myndu hóp­ast og spila sam­an, síðan ein­hvern veg­inn er ég kom­in hingað. Maður bjóst ekk­ert við þessu,“ seg­ir Val­gerður en þær vin­kon­ur eru báðar hissa yfir því hversu langt þær hafa kom­ist og það að vin­ir þeirra horfi á þær í sjón­varp­inu.

Þetta byrjaði allt með því að Val­gerður og Móna voru virk­ar á spjall­inu á streym­um Game­Tív­ís að sögn Val­gerðar.

Fylgst með þeim

Game­Tíví höfðu verið að fylgj­ast með streym­inu henn­ar Val­gerðar og séð hvað hún væri að gera, þeim leist greini­lega vel á því að stuttu seinna fékk hún skila­boð þar sem henni var boðið að spila með þeim tölvu­leik­inn Among Us og spilaði hún með þeim í tvö skipti og eitt skiptið í þætt­in­um Rauðvín og Klak­ar.

Upp úr því var Val­gerði boðið ásamt Mónu að hafa „yf­ir­töku“ á Game­Tíví en það er þegar upp­renn­andi streym­ar­ar fá tæki­færi til þess að koma sér á fram­færi og taka yfir þætti í Game­Tíví.

Spilað með vin­um

„Það er gam­an að fá að deila þessu með bestu vin­konu sinni,“ seg­ir Val­gerður og tek­ur Móna vel und­ir það.

Stelp­urn­ar finna báðar ótrú­lega mik­inn fé­lags­skap í þess­um streym­is­geira og hafa kynnst mikið af fólki í gegn­um hann, bæði er­lend­is sem og hér­lend­is. Jafn­framt telja þær þetta vera eins og að hanga með vin­um sín­um.

Þær höfðu samt hvor­ug­ar nein­ar sér­stak­ar vænt­ing­ar er þær hófu þenn­an streym­is­fer­il sinn og vildu bara fá að njóta sín og spila með vin­um sín­um.

„Það er alltaf svo gam­an, við höf­um alltaf hvora aðra og ef það er eitt­hvað þá bara pikk­ar hún í mig eða ég í hana, við drög­um fram það besta og versta í hvorri ann­arri.

Móna Lind „DiamondMynXx“ og Valgerður „Vallapjalla“.
Móna Lind „Diamond­MynXx“ og Val­gerður „Vallapjalla“.

Vatt upp á sig

„Mark­miðið var bara að ef ein­hver nenn­ir að horfa á ruglið í mér og ég fæ ein­hvern til að brosa, þá er það bara frá­bært. Og svo bara vind­ur þetta upp á sig!“ seg­ir Móna.

„Hver hleypti mér í sjón­varpið? Af­sakið.“

„Ég er alltaf hland­blaut úr hlátri,“ seg­ir Móna en þætt­irn­ir þeirra Qu­eens eru oft mjög skraut­leg­ir og má nefna að Val­gerður fékk í eitt skiptið drauga-chili duft í augað en drauga-chili er tal­inn ein sterk­asta pip­ar-teg­und í heimi.

Eins hef­ur verið hringt í hana og gert síma­at í beinu streymi en þætt­irn­ir þeirra geta verið uppá­komu­sam­ir og reyna þær að halda þeim fjöl­breytt­um.

Stórt stuðningsnet

„Amma og afi eru sterk­ustu stuðningsaðilar mín­ir, þau horfa hvert ein­asta kvöld og eru í VölluPjöllu-bol,“ seg­ir Val­gerður og eins fær hún mik­inn stuðning frá systr­um sín­um og jafn­vel frá fólki úr vinn­unni.

„Vin­ir mín­ir sem spila ekki ein­us­inni tölvu­leiki eru að horfa á,“ seg­ir Val­gerður en hafa þessi streymi hjálpað Val­gerði mikið að kom­ast út úr þæg­ind­aramm­an­um og unnið bug á kvíða og fé­lagskvíðanum henn­ar og kom það fólk­inu henn­ar mikið á óvart.

Byggði tölvu

„Stuðning­ur­inn frá mínu fólki er ekki í áhorfi og ég ætl­ast ekk­ert til þess af öll­um fjöl­skyldumeðlim­um mín­um að hvorki vita hvað ég er að gera, skilja það eða nenna að horfa á það,“ seg­ir Móna.

Stuðning­ur Mónu felst meira í því að fólkið henn­ar gef­ur henni svig­rúm til þess að sinna sín­um störf­um og hef­ur það þá meðal ann­ars hjálpað henni með umönn­un dótt­ur henn­ar á meðan streym­um stend­ur eða þegar hún sinn­ir vinnu sem teng­ist streym­inu.

„Mér finnst ótrú­lega dýr­mætt að fólkið í kring­um mig geti veitt mér þann stuðning.“

Bróðir Mónu hef­ur þó verið mik­ill stuðning­ur fyr­ir hana frá unga aldri hvað varðar tölvu­leikja­spil­un og varðandi streym­in en þegar frá því að hún byrjaði að spila þá passaði hann alltaf upp á að „litla syst­ir væri með besta „settöppið“ og nefna má að hann byggði fyrstu tölvu Mónu.

Bara ást

„Ef ein­hver er að fara að gera þetta, láttu þér vera drullu­sama um það ef ein­hverj­um finnst þú vera asna­leg­ur. Það skipt­ir engu máli,“ seg­ir Móna og hvet­ur upp­renn­andi streym­ara til þess að vera bara þeir sjálf­ir.

„Maður finn­ur ekk­ert nema bara ást, hver seg­ir að in­ter­net-vin­ir séu ekki vin­ir,“ segja þær í kór.

DiamondMynXx og VallaPjalla.
Diamond­MynXx og VallaPjalla.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka