Slátrinu dýft í Voga-ídýfu

Dói í þann mund að smakka á slátrinu.
Dói í þann mund að smakka á slátrinu. Skjáskot/Twitch/GameTívíis

Halldór Már, einnig þekktur sem Dói á GameTíví, heldur áfram að gera tilraunir með Voga-ídýfu en þetta er í sjötta skiptið sem stikla birtist á Twitch-rás GameTíví þar sem Dói dýfir handahófskenndum mat í voga-ídýfu.

Smakkað á slátri

Dói Dýfir er smáþáttaröð sem er hluti af mánudagsstreymi strákanna á GameTíví en í nýjasta þættinum smakkar Dói á bæði blóðmör og lifrapylsu.

Kom blóðmörin Dóa vel á óvart en hún virðist eiga vel við Voga-ídýfuna þar sem að hann gefur samsetningunni heila tíu að einkunn.

Hér að neðan má horfa á Dóa Dýfa slátri í Voga-ídýfu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert