Emeric Brand, blaðamaður hjá Women Love Tech og The Carousel skoðar hvað stjörnurnar segja um tölvuleikjanálgun -og spilun eftir stjörnumerkjum.
„Ég er listrænn, ber mikið traust til annarra, ástfanginn af tónlist og hef gott innsæi á hringrás lífsins, allavega segir stjörnumerkið mitt það um mig sem manneskju. En hvernig þú ert í raunveruleikanum og hvernig þú ert í tölvuleikjum er tvennt ólíkt.“
„Svo vissulega hlýtur tölvuleikja-stjörnuspáin mín að vera frábrugðin því, er það ekki?” segir Emeric Brand í grein á womenlovetech og fyrir neðan eru lýsingar á tölvuleikjastíl hvers stjörnumerkis sem settar voru saman fyrir Fort Mason Games.
Hrútar spila tölvuleiki fyrir skemmtunina sjálfa. Þeir sjúga í sig öll smáatriði og slakar taktur leiksins á þeim sem gerir þeim kleift að vera fullkomnlega til staðar í tölvuleiknum.
Brand mælir með bardagaleikjum fyrir hrúta og hér er listi yfir slíka leiki.
Það er fátt sem nautið elskar meir en að sigra. Þegar það kemur að símaleikjum er nautið vant að vera djarft, metnaðarfullt, áhættusækið og staðráðið í að sigra.
Brand telur hasarleiki henta nautum best og hér er listi yfir slíka leiki.
Tvíburar vilja spila alla leikina og þá hvenlr sem er. Það er ástæða fyrir því að merki tvíburans eru tvíburar, flestir í því merki vildu óska þess að þeir ættu klón af sér - svo þeir geti spilað fleiri leiki.
Brand telur hvaða leik sem er geta hentað tvíburanum, svo hann hvetur þá til að prófa sig áfram!
Krabbar hafa skilning á flóknum atriðum vegna sterks innsæis og á það ekki síður við um símaleiki. Þar skynja þeir nánast strax hvað þarf til þes að sigra og hvaða afrekum þeir þurfa að ná til þess að fá sem mest út úr upplifuninni.
Hér er listi yfir nokkra símaleiki sem þeir gætu haft gaman að.
Ljón vilja sigra, en það sem mikilvægara er fyrir þeim, er að aðrir sjái þá sigra. Líflegi og leikræn ljón vita hvernig á að láta taka eftir sér með hverri ákvörðun innanleikjar. Þau elska félagslega þáttinn í tölvuleikjum vegna þess að hann heldur athyglinni beindri að þeim.
Telur Brand því fyrstu persónu skotleiki henta ljónum vel og hér er listi yfir slíka leiki.
Fyrir meyjuna tekur spilamennskan aftursætið í huga hennar til þess að tryggja að leikjasafnið sé vel skipulagt. En þegar það kemur svo að því að spila, þá eru þær fullkomnunarsinnar. Svo það má búast við því að öllum hliðarverkefnum innanleikjar verði sinnt.
Það sem meyjan leitast eftir í tölvuleikjum er opinn heimur. Hér er listi yfir leiki sem hægt er að eyða fleiri klukkustundunum í - og ekki gleyma hliðarverkefnunum!
Vogin virðist stundum vera óstöðug, þar sem hún nær frábærum árangri eina stundina en heldur svo rétt í við aðra þá næstu. En ekki láta blekkjast, löngun þeirra eftir samræmi og jafnvægi gerir þá oft mjög góða leikmenn sem kunna að meta spennuna í leiknum, og fegurðina í leikjahönnuninni.
Vogin kann að finna sig best í herkænskuleikjum, þar sem hún stjórnar öllu. Hér er listi yfir slíka leiki.
Eldmóðurinn í eðli sporðdrekans getur oft verið misskilinn. Jú, þeir eru komnir til að sigra, og já þeir halda út erfiðisvinnu í tölvuleikjum þangað til þeir að þeir verða snillingar í þeim. En þeir eru langt frá því að vera því að vera einhuga spilarar eins og krabbar geta verið þrátt fyrir að þeir hafi sterkt innsæi líka.
Eru því leikir sem krefjast mikillar vinnu hentugir fyrir sporðdrekana og hér er listi yfir slíka leiki.
Fyrir bogmennina snýst þetta allt um að uppgvöta og prófa nýja leiki. Afhverju að spila einn leik í einu þegar þú getur spilað marga? Bogmenn nálgast leiki af miklu kappi og elstast við að fá sem mest út úr þeim tíma sem þeir eyða í leikina. En ekki gera ráð fyrir að þeir séu ekki að fylgjast með, þeir gætu jafnvel slegið metstigið þitt !
Eru því símaleikir hentugir fyrir bogmenn og hér má finna lista yfir öra leiki sem minna á Temple Run.
Steingeitur elska leiki sem einkennast af herkænsku og rökhugsun. Gæddir þeim hæfileikum að stýra leikreglum auk þess að vera einstaklega góðir í að átta sig á blæbrigðum leikja þá geta þær nýtt sér þá kosti persónuleika síns til þess að ná forskoti.
Sambærileg voginni, þá henta herkænskuleikir steingeitinni eflaust best en Brand mælir einnig með sýndarraunveruleika-tölvuleikjum og lista yfir þá má finna hér.
Ef þú ert að spila tölvuleiki sem krefst samvinnu þá er vatnsberinn kjörinn liðsfélagi. Það er í eðli þeirra að veita hjálparhönd og setja þarfir liðsins framar sínum eigin sem gerir þá að stórkoslegum tölvuleikjavinum. Öll lið í hlutverkaleikjum þarfnast heilara, og vatnsberinn er sá.
Þú ert fullkominn fyrir leiki sem krefjast samvinnu, hér er listi yfir þá bestu.
Fiskar, eins og raunverulegir fiskar, eru oft flæktir og virðast eiga bágt með að taka mikilvægar ákvarðanir við spilun leiksins þegar að því kemur. En það gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Þegar að því kemur, munu fiskar nánast undantekningalaust taka rétta ákvörðun á endanum. Það getur bara tekið aðeins lengri tíma að komast þangað.
Brand telur fiska tilvalda í íþrótta- eða hlutverkaleiki, vegna þess að þegar þeir komast upp á lagið með þá er ekkert sem stoppar þá. Hér er listi yfir íþróttaleiki en hér er listi yfir hlutverkaleiki.