XY kjöldrógu Vallea

MiNideGreez, leikmaður XY, átti góðan leik á móti Vallea.
MiNideGreez, leikmaður XY, átti góðan leik á móti Vallea. Grafík/Vodafonedeildin

Vallea og XY mættust í seinni leik gærkvöldsins í Vodafonedeildinni í Counter-Strike:Global Offensive. Sjötta umferð deildarinnar hófst í gær, en fyrir leikinn voru bæði lið jöfn stigum og deildu þriðja og fjórða sætinu. Leikurinn var því einskonar barátta um þriðja sætið í þessari umferð.

Leikmennirnir Narfi, deNos, 7spike, Stalzera og goa7er skipuðu leikmannahóp Vallea í gærkvöldi. Hjá XY voru það KiddiDisc0, j0n, miNideGreez, TripleG og keliTURBO sem mættu til leiks. Var þetta í fyrsta skipti sem KiddiDisc0 spilaði leik fyrir XY á tímabilinu, en hann kom inn í liðið síðastliðinn október. 

Þægilegt fyrir XY

Vallea og XY mættust í kortinu Nuke í gærkvöldi, og var búist við spennandi leik. Lið XY virtist tilbúnara til leiks í byrjun, er þeir komu stöðunni fljótt í 8-1. Þá svöruðu Vallea og unnu allar lotur sem eftir voru af fyrri hálfleik, og var staðan 8-7 í hálfleik XY í hag.

Vallea mættu alls ekki tilbúnir í seinni hálfleik og sigruðu aðeins tvær lotur það sem eftir var leiks. Lokastaða leiksins var 16-9 fyrir XY og má segja að XY hafi kjöldregið Vallea í seinni hálfleik.

Leikurinn var lítið spennandi, og virtust XY hafa yfirburði allan leikinn. KiddiDisc0, leikmaður XY, sýndi yfirburði og var valinn mikilvægasti maður leiksins. Til gamans má geta að var leikurinn hans fyrsti í Vodafonedeildinni á þessu tímabili. 

Skortafla í lok leiks Vallea og XY í Vodafonedeildinni í …
Skortafla í lok leiks Vallea og XY í Vodafonedeildinni í CS:GO. Skjáskot/Counter-Strike:Global Offensive.

XY nú í þriðja sæti

Lið XY sitja nú þriðja sæti deildarinnar eftir sigur á Vallea og ljóst er að XY ætlar sér að vera í baráttunni um efstu þrjú sætin á tímabilinu. XY er því rétt á eftir Dusty og Þór sem sitja í efstu tveimur sætunum jöfn stiga.

Síðari hluti sjöttu um­ferðar Voda­fo­ne­deild­ar­inn­ar verður leik­inn á föstu­dag­inn en þá mæt­ast SAGA og Kórdreng­ir, og Dusty og Þór. Hægt er að sjá stöðu deild­ar, úr­slit og næstu leiki á Chal­lengermode síðu móts­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert