100.000 króna verðlaun á íslensku móti

Jenk Championship Series, JCS.
Jenk Championship Series, JCS. Grafík/Bryndís Heiða Gunnarsdóttir

Íslenska mótaserían Jenk Championship Series, eða JCS, er að hefjast og rennur skráningarfrestur út á miðnætti í kvöld en keppt er í leiknum League of Legends.

Anton Bjarki Olsen, einnig þekktur sem Jenk, sem heldur mótaröðina hefur valið átta þekkta einstaklinga úr íslenska LoL samfélaginu til þess að vera í hlutverki kafteina.

Opinberaðir í beinu streymi

Á laugardaginn mun Anton síðan streyma frá því á Twitch þegar hann opinberar hverjir verða kafteinar og munu þeir að lokum kjósa í liðin sín út frá lista af leikmönnum sem hafa skráð sig á mótið.

Öllum leikjum og kosningum verður streymt á Twitch 

Hér er hlekkur á skráningarformið.

Þegar kafteinarnir eru komnir með fullmönnuð lið munu þau síðan keppa við hvort annað og kemur þá í ljós hverjir fá titillinn sem JCS Meistarar.

Vegleg verðlaun í boði

Góð verðlaun eru í boði á JCS mótinu en sigurvegarar fá að verðlaunum 100.000 krónur.

Liðið sem lendir í öðru sæti fær 50.000 króna gjafabréf í Elko og fyrir þriðja sætið eru 50 klukkustundir af spilatíma í rafíþróttahöllinni Arena í boði.

Áhorfendur geta á streyminu spáð fyrir um sigurvegara mótsins og eru verðlaun í boði fyrir þann áhorfenda sem endar með flest spádómsstigin, en þau safnast með því að giska rétt á sigurvegara viðureigna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert