Stelpurnar Móna og Valgerður fengu til sín tvo gesti, þá Dóa úr GameTíví og Góa Sportrönd, í nýjasta þætti Queens en þau gerðu sér góða stund og skelltu sér í undarlega og sprenghlægilega tölvuleikinn Hand Simulator, eða í handahermi.
Er fjóreykið mislengi að ná tökunum á þessum handahermi en hafa þau öll það verkefni að ýta á gúmmíkúlur til þess að snúa þeim við á gúmmíspjaldinu sem þær eru á. Svona gúmmídót kallast „pop-it“ og hafa náð miklum vinsældum hérlendis.
Hér að neðan má sjá myndbandið af þeim að reyna á handaherminn en öllum þáttum Queens er streymt á Twitch-rás GameTíví ásamt því að vera sýndir á Stöð 2 Esports.