Síðasta mót fyrir samantekt

Super Smash Bros Ultimate.
Super Smash Bros Ultimate. Grafík/Nintendo

Tölvuleikjamót í Super Smash Bros Ultimate fer af stað í Frostaskjóli á laugardaginn en þetta er síðasta mótið fyrir árlega samantekt umsjónarmanna Smash Bros-samfélagsins á Íslandi.

Árleg samantekt

Umsjónarmenn hafa verið að taka saman árangur og stigagjöf virkra leikmanna hvers árs og verður samantektin síðan birt en þá kemur í ljós hverjir eru bestir í tölvuleiknum á Íslandi um þessar mundir.

Mótið hefst klukkan 14:00 og sem fyrr segir fer það fram í Frostaskjóli 2, eða á KR-heimilinu, en vegna faraldursins eru gestir og keppendur beðnir um að hlúa að sóttvarnarráðstöfunum og virða grímuskyldu sem og halda sér í meters fjarlægð frá öðrum.

Fimm nýliðar

„Við höldum mót mánaðarlega og erum með nokkuð virkan Discord server sem hefur hátt í 200 manns og er alltaf að stækka,“ segir Erlingur Atli Pálmarsson, stofnandi mótaseríunnar, en þess má til gamans geta að fimm nýliðar eru skráðir á mótið sem hafa aldrei tekið þátt áður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert