Ný uppfærsla fyrir tölvuleikinn Mario Kart Live: Home Circuit er komin í loftið en leikurinn er sá fimmtándi í Mario Kart leikjaseríunni og spilaður er á Nintendo Switch-tölvum.
Það sem stendur einna helst upp úr nýju uppfærslunni er að nú er hægt að spila á klofnum skjá (e. split screen) og gefur það leikmönnum kost á að spila hlið við hlið þar sem þeir deila skjá, eins og í gamla daga.
Eins er nýr leikhamur í boði, samvinnuhamur (e. co-op mode), sem kallast Relay Race en þá geta leikmenn spilað í tveggja- eða fjögurra manna liðum. Þá geta leikmenn sjálfkrafa víxlað persónum sínum og aðstoðað hvorn annan.
Auk þessarra eiginleika hefur verið opnað fyrir nýjar brautir og heita þær Windmill Meadows, Music Broadway og King Boo's Courtyard.
Leikinn má nálgast í vefverslun Nintendo fyrir Nintendo Switch-tölvur.