Ástbjört Viðja
Úkraenski rafíþróttamaðurinn Miroslaw Kolpakov, einnig þekkktur sem Mira, er 22 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur er hann nú þegar orðinn hæst launaði rafíþróttamaður þessa árs.
Hann hefur á þessu ári unnið sér inn tæplega hálfan milljarð íslenskra króna eða 485,961,455 krónur sem gera 3,689,072 bandaríkjadali.
Spilar hann tölvuleikinn Dota 2 með liðinu Team Spirit og hafa þeir nýlega sigrað alþjóðlegt stórmót í tölvuleiknum en það veitti liðinu átján milljónir bandaríkjadala í sigurfé.
Team Spirit var ekki talið singurstrangt á mótinu enda lið með ungum leikmönnum sem teljast til nýliða og kom sigurinn því vel á óvart.
Eflaust vegna þessa óvænta sigurs og ótrúlegs árangurs nýliða þá hefur liðið verið tilnefnt sem besta rafíþróttaliðið á thegameawards ásamt liðunum Atlanta FaZe í Call of Duty, Damwon Gaming í League of Legends, Natus Vincere í Counter-Strike og Sentinels í Valorant.