Úrslitakeppni Turf-deildarinnar hefst í kvöld

Úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League hefst í kvöld.
Úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League hefst í kvöld. Grafík/Turf Deildin

Úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League hefst í kvöld. Fjórðungsúrslit verða leikin í kvöld, en undanúrslit og úrslit verða leikin næsta sunnudag. Efstu sex lið deildarkeppninnar leika í úrslitakeppninni.

Midnight Bulls og KR ríða á vaðið og mætast í fyrstu viðureign kvöldsins sem hefst klukkan 19:10. Í annarri viðureign kvöldsins mætast Þór Akureyri og Somnio, en áætlað er að sú viðureign hefjist klukkan 19:50.

Hvaða lið mæta LAVA og Rafík í undanúrslitum?

Liðin LAVA esports og Rafík luku deildarkeppni í efstu tveimur sætunum svo þau fara beint áfram í undanúrslit. Sigurvegari fyrri viðureignar kvöldsins mætir LAVA esports, en sigurvegari seinni viðureignir mætir Rafík. Undanúrslit úrslitakeppni Turf-deildarinnar fara fram ásamt úrslitum á sunnudaginn.

Viðureignir fjórðungs- og undanúrslita verða allar best-af-sjö, en úrslitaviðureignin verður best-af-níu. Úrslitakeppnin er einföld útsláttarkeppni, sem þýðir að tapi lið viðureign er það úr leik.

Útsending kvöldsins hefst klukkan 19:00 á Twitch rás RLÍS og Stöð2 esport. Báðar viðureignir kvöldsins verða sýndar í beinni útsendingu, ásamt undanúrslitum og úrslitum á sunnudaginn. Næstu leikir, úrslit og fleiri upplýsingar er að finna á síðu mótsins hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert