Tölvuleikurinn FIFA 22 úr sígildu FIFA-leikjaseríunni er á nánast helmings afslætti um helgina á Steam og kemur það á óvart því leikurinn er mjög nýlega kominn út en hann kom út í enda september.
Steam veitir 40% afslátt af tölvuleiknum í gegnum vefverslun sína og kostar því 35,99 bandaríkjadali eða 4,715 krónur en leikurinn kostar annars 7,859 krónur eða 59,99 bandaríkjadali.
Er þetta því kjörið tækifæri fyrir áhugasama til þess að kaupa leikinn eða jafnvel til þess að setja í jólapakkann.
Íslendingar hafa í gegnum árin verið mjög duglegir að spila tölvuleikinn og eru þess má til gamans geta að Íslendingar eiga sitt landslið sem keppir fyrir hönd Íslendinga í tölvuleiknum.