Ilmaðu eins og Sonic

SEGA ilmir komnir í vefverslun SEGA.
SEGA ilmir komnir í vefverslun SEGA. Skjáskot/Twitter/SEGA Shop

Fyrirtækið SEGA heldur áfram að stækka við sig og er nú komið með glænýja vöru í vefverslun sína en nú er hægt að versla SEGA ilmvötn eða rakspýra.

Þrír ilmir eru nú aðgengilegir í forsölu á vefverslun SEGA og en eru það ilmir Shenmue, Yakuza og Sonic.

Frumlegar ilmblöndur

Sonic ilmurinn heitir Sonic Blue Blur og inniheldur keim af ferskum sítrusávöxtum, nánar tiltekið greipaldin, sítrónu og karabískri límónu ásamt blæ af melónu, leðri og við.

Shenmue ilmurinn heitir Shenmue Tobacco and Gold og ber keim af kardimommum, sítrusávexti, og jurtum.

Yakuza ilmvatnið heitir Yakuza Bourbon and Smoke og ber keim af gömlum við, býfluguvaxi ívafið reyktu bourbon viskýi, rósum og pimiento pipar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert