Tíkur áttu gott kvöld í Arena

Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi.
Rafíþróttahöllin Arena í Kópavogi. Ljósmynd/Arena

Fyrsta LAN-kvöld TÍK-arsamfélagsins, tölvuleikjasamfélags íslenskra kvenna, sem haldið var í Arena fór fram í gær og gekk það mjög vel þrátt fyrir takmarkanir sem nýlega voru settar á vegna heimsfaraldursins.

Nýttu sér tilboðin

„Mikið af fólki var hjá okkur í gærkvöldi, bæði viðskiptavinir að sækja viðburðinn hjá TÍK sem og aðrir viðskiptavinir að nýta sér hreint út sagt geggjuð tilboð á tímum í gær,“ segir Julios Adam Freysson, vaktstjóri í Arena.

Arena bauð upp á vegleg tilboð á meðan viðburðinum stóð og fólust tilboðin í afslætti á spilatímum og eins veitingum á veitingastaðnum Bytes sem er í höllinni.

Klassískt leikjaval

Helstu leikirnir sem spilaðir voru í gærkvöldið voru League of Legends, Overwatch og Counter-Strike en þetta eru með vinsælustu tölvuleikjum heimsins um þessar mundir. Eins mátti finna dygga Sims-aðdáendur á víð og dreif um salinn að spila Sims 4 en fyrsti Sims leikurinn kom út árið 2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert