Warner Bros birti myndband á YouTube sem sýnir frá væntanlegum tölvuleik að nafni MultiVersus.
MultiVersus er fjölspilunar-bardagaleikur sem mun koma út á næsta ári og hægt verður að spila hann á öllum helstu leikjatölvum auk þess sem að hann styður við blandaða spilun (e. cross-play) en þá geta leikmenn með mismunandi leikjatölvur spilað saman.
Í myndbandinu segir leikjastjórinn Tony Huynh frá leiknum og sýnir nokkrar stiklur úr honum.
Munu goðsagnakenndar persónur frá Warner Bros þá vera spilanlegar og nefna má Batman, Superman, Finn og Jake úr Adventure Time þáttunum, Kalla Kanínu, Harley Quinn og Shaggy frá Scooby-Doo.
Leikmenn hafa kost á að spila sem teymi en fyrir þá sem kjósa að spila einir þá er líka í boði að spila með sjálfum sér.
Hér að neðan má sjá kynningarmyndband tölvuleiksins.