Tölvuleikjastreymirinn James Turner er að flytja í nýtt hús með konunni sinni og ákvað hann í tilefni þess að láta reyna á að byggja húsið í tölvuleiknum Sims.
Turner birti myndband af sér að byggja húsið en hann sagðist vera í vandræðum með hlutföll ákveðinna herbergja auk þess að einstaka smáatriði innanleikjar koma ekki heim saman við nýja heimilið í raunheimum.
Hann fór ítarlega yfir nýja heimilið og valdi allt frá gólfefni að málverkum sem svipa til raunveruleikans.
Að lokum sýndi hann konunni sinni heimilið og ræddu þau sköpunarverkið, herbegjaskipan og aðra hluti á meðan.
Myndbandið má horfa á í heild sinni hér að neðan.