The Game Awards fer af stað í næsta mánuði með verðlaunaafhendingar og eru kosningar tilnefninga nú þegar hafnar.
Tilnefnt hefur verið til bestu leikja af ýmsu tagi og eins eru tilnefningar í rafíþróttasenunni teknar fyrir. Það geta allir tekið þátt í kosningunum og má sjá lista yfir alla flokka sem og kjósa á vefsíðu The Game Awards.
Verðlaunaafhendingar fara fram þann 9. desember og hægt verður að fylgjast með þeim á beinu streymi í gegnum Twitch-rás The Game Awards.
Heimsmeistaramótið í League of Legends, sem haldið var hér á Íslandi, var meðal annars tilnefnt til besta rafíþróttaviðburðs ársins og eins var bæði leikmaðurinn TenZ tilnefndur sem besti leikmaður ársins sem og liðið hans Sentinels, sem besta lið ársins.
Mbl.is hefur fjallað um TenZ áður og eins heimsmeistaramótið í League of Legends sem fór fram í haust en TenZ er nýlegur leikmaður hjá Sentinels og var hann keyptur eftir stórmeistaramótið í Valorant sem haldið var hér í vor.