Fara af stað með strumpaða fatalínu

Cloud9 hefur strumpað samstarf með IMPS.
Cloud9 hefur strumpað samstarf með IMPS. Skjáskot/Twitteer/Cloud9

Bandaríska rafíþróttaliðið Cloud9 hefur tilkynnt enn eitt samstarfið en í þetta sinn hefur skapast bandalag á milli liðsins og fyrirtækisins IMPS, sem býr yfir höfundarréttinum á strumpunum og öllum strumpavarningi.

Strumpað í tölvunni

Í ljósi þessa samstarfs fór Cloud9 af stað með nýja fatalínu sem innblásin er af slagorðinu að „strumpa“ eða á ensku „smurfing“ en það er þegar leikmenn sem eru komnir langt í einhverjum leik búa til nýjan aðgang eða persónu til þess að gjörsigra óreyndari leikmenn og er það mjög vel þekkt í tölvuleikjasamfélaginu.

Leikmenn leika í auglýsingunni

Fatalínan býr að sérhönnuðum hettupeysum, bolum, treyjum og öðrum aukahlutum en Cloud9 réð tvo þekkta World of Warcraft leikmenn, Venruki og Ziqo, til þess að auglýsa þetta samstarf.

Hægt er að skoða og versla strumpavarning frá Cloud9 í gegnum vefverslun Cloud9 eða með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert