Íslandsmeistarabikarinn á loft í kvöld

Turf Deildin í Rocket League hefst á morgun.
Turf Deildin í Rocket League hefst á morgun. Grafík/Turf Deildin

Úrslitakeppni Turf-deildarinnar heldur áfram í kvöld þegar undanúrslit og úrslitin verða leikin. Í kvöld kemur í ljós hvaða lið verður Íslandsmeistari í Rocket League. Liðin LAVA, Rafík, Þór Akureyri og KR keppast um titilinn í kvöld.

Hvaða lið verður Íslandsmeistari?

LAVA og KR mætast í fyrstu viðureign undanúrslita, og Þór Akureyri og KR mætast í kjölfarið. Sigurlið undanúrslitaviðureigna mæta svo í úrslitaviðureignina og keppast um Íslandsmeistaratitilinn. Taplið viðureigna í undanúrslitum mætast í leik um þriðja sætið að undanúrslitum loknum.

Útsending hefst klukkan 19:00 og eru allar viðureignir úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League í beinni útsendingu á Stöð2 esport og Twitch rás RLÍS. Fylgstu með í kvöld til að finna út hverjir verða Íslandsmeistarar í Rocket League.

Leikjatré úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League.
Leikjatré úrslitakeppni Turf-deildarinnar í Rocket League. Grafík/Turf-deildin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert