Stærsta klúður PGL mótsins

Skjáskot úr myndbandi af klippu úr PGL Major mótinu í …
Skjáskot úr myndbandi af klippu úr PGL Major mótinu í Counter-Strike. Skjáskot/YouTube

Stórmeistaramótið PGL Major í fyrstu persónu skotleiknum Counter-Strike fór fram fyrr í mánuðinum í Stokkhólmi og stóð rafíþróttaliðið NAVI uppi sem sigurvegarar þess móts.

Sasha Kostliev „s1mple“, leikmaður hjá NAVI var valinn dýrmætasti leikmaður mótsins og hefur mbl.is sýnt frá hans helstu tilþrifum á mótinu áður.

Gerðist í úrslitaleik

Hinsvegar hefur mbl.is ekki fjallað um eitt stærsta klúðrið á mótinu, og í úrslitaleik í þokkabót. En það er þegar leikmaðurinn Niko í liðinu G2 var í fullkomnu færi til þess að skjóta s1mple og hitti ekki.

Var Niko þá með Desert Eagle byssu en hún er einstaklega öflug og getur drepið mótsherja með tvemur til þremur skotum á líkama.

Hér að neðan má sjá myndband af óhappinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert