Kafteinar fyrir JCS mótið í tölvuleiknum League of Legends hafa verið opinberaðir og birti Jenk, mótshaldari, myndband á YouTube-rásinni Jenk þar sem kafteinar mótsins voru opinberaðir en þeir kusu skráða leikmenn til þess að spila með sér á mótinu.
Kafteinarnir eru átta talsins og taka Brundsi, Legions, Leikmaður, MiQ, Wasgudbro, IcelandicHero, Yung Blöd og Hoiz að sér það hlutverk.
Hér að neðan má horfa á myndbandið þar sem kafteinarnir voru kynntir til leiks en þeir eiga það allir sameiginlegt að vera þekktir í League of Legends samfélaginu á Íslandi.
Kafteinar kjósa því fjóra leikmenn til þess að spila með sér á mótinu en sigurvegarar mótsins munu fá 100,000 krónur að verðlaunafé ásamt því að verðlaun eru í boði fyrir annað og þriðja sæti.
Leikir hefjast á fimmtudaginn klukkan 19:00 og verður streymt frá þeim á Twitch rásinni Jenk, áhorfendur geta spáð fyrir um sigurvegara viðureigna og þannig safnað sér stigum sem síðan jafngilda til verðlauna.
Ásamt myndbandi þar sem kafteinar voru kynntir var einnig birt myndband af því þegar þeir kusu leikmenn í sín lið.
Í upphafi myndbands segir Jenk frá því hvernig mótið fer fram og fer yfir helstu atriðin sem snerta það en myndbandið má horfa á í heild sinni hér að neðan.