Nýr bardagaleikur frá Riot Games

Project L frá Riot Games.
Project L frá Riot Games. Grafík/Riot Games/Peter Jakobsen

Í gærkvöldið birti Riot Games fyrsta myndband af spilun nýs bardagaleiks frá fyrirtækinu og er leikurinn kallaður Project L. Leikurinn tekur sér stað í veröld League of Legends. Myndbandið innihélt nokkrar mismunandi LoL hetjur og innihaldsríka umræðu um það hverskonar bardagaleik þróunaraðilar Project L eru að reyna að skapa.

Riot Games hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu árin og er sífellt að stækka samfélag sitt. Nýlega gaf Riot Games út teiknimyndaþáttaseríuna Arcane, og er jafnframt byrjað að vinna í næstu seríu í þáttaröðinni. Eins hefur áhorfendahópur League of Legends keppnissenunnar stækkað talsvert og hækkaði áhorfendafjöldi um 60% á heimsmeistaramótinu í ár frá því í fyrra.

Fyrst talað um hann 2019

Bardagaleikurinn sem er í vinnslu hjá Riot Games var fyrst tilkynntur árið 2019 en fáar upplýsingar um leikinn lágu fyrir þá. Tom og Tony Cannon, þróunaraðilar á bakvið leikinn, segja nánar frá leiknum hér að neðan í myndbandi en ekki er áætlaður útgáfudagur enn sem komið er.


Veita áhorfendum innsýn

Bardagaleikurinn verður spilaður í tveggja vídda heim League of Legends eða Runeterra og stefna þeir að því að skapa bardagaleik sem er auðvelt að læra en erfitt að ná fullkominni hæfni á. Sýna þróunaraðilar léttilega frá spilun leiksins í myndbandinu og hvernig takkaskipan fer fram ásamt því að sýna frá nokkrum persónum innanleikjar og hæfileikum þeirra.

Að öllum líkindum er langt í að leikurinn verði gefinn út og er fyrirtækið Riot Games sem stendur að ráða inn fleira fólk til þess að vinna að leiknum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert