Önnur sería af Arcane í vinnslu

Skjáskot úr tónlistarmyndbandi frá Arcane þáttaröðinni og Imagine Dragons.
Skjáskot úr tónlistarmyndbandi frá Arcane þáttaröðinni og Imagine Dragons. Skjáskot/YouTube

Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games gaf nýlega út teiknimyndaþáttaseríu á Netflix sem heitir Arcane og hefur náð gríðarlegum vinsældum en fyrirtækið tilkynnti á Twitter aðgangi sínum að sería númer tvö væri nú þegar komin í vinnslu.

Yfirtóku skýjakljúfurinn

Arcane þáttaröðin fer fram í draumórakenndu borginni Piltover og undirheimaborginni Zaun en söguþráðurinn segir frá uppruna tveggja þekktra hetja í tölvuleiknum League of Legends og kraftinum sem sundrar vináttu þeirra.

Þáttaröðin var vel auglýst af fyrirtækinu og má nefna að Riot Games tók yfir stærstu byggingu í heimi en það er skýjakljúfurinn Burj Khalifa í Dubai. Þar hélt Riot Games til ljósasýningar til auglýsingar um þáttaröðina.

Mesta áhorfið

Arcane náði sem fyrr segir miklum vinsældum strax í byrjun en á einungis þremur dögum var þáttaröðin komin á lista yfir mesta áhorfið á sterymisveitunni Netflix og situr með einkunnina 9,4 á IMDB.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert