Rafíþróttamaður streymir frá Halo

TenZ að spila tölvuleikinn Halo Infinite.
TenZ að spila tölvuleikinn Halo Infinite. Skjáskot/Twitch/TenZ

Tölvuleikurinn Halo Infinte kom út fyrr í mánuðinum og kom það aðdáendum mikið á óvart því leikinn átti ekki að gefa út fyrr en í desember. Kom því jólagjöfin snemma í ár fyrir aðdáendur Halo-leikjaseríunnar.

Með bestu í heimi

Rafíþróttamaðurinn TenZ streymdi í síðustu viku af sér að spila tölvuleikinn og fylgdust rúmlega 200,000 einstaklingar með honum að spila, þrátt fyrir að hann hafi bara verið að leika sér.

TenZ spilar tölvuleikinn Valorant með rafíþróttaliðinu Sentinels og keppti meðal annars á MSI mótinu sem haldið var hér á Íslandi í vor sem lánsmaður frá Cloud9 en eftir mótið var hann keyptur inn í liðið á 150 milljónir króna og er hann talinn einn af bestu leikmönnum heimsins í tölvuleiknum Valorant í dag.

Veit ekki hvað hann er að gera

„Ég veit ekkert hvað ég er að gera, ég er bara að hlaupa í hringi,“ segir TenZ í streyminu en liðsfélagar hans í Halo segja hann hafa verið að „drepa alla“ innanleikjar, sem er gott því út á það gengur leikurinn meðal annars.

Hér að neðan má horfa á TenZ streyma af sér að spila leikinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert