Auglýsa ekki lengur sjálfboðaliðastörf

Skjáskot af vefsíðu Hitmarker.
Skjáskot af vefsíðu Hitmarker. Skjáskot/Hitmarker.net

Fyrirtækið Hitmarker heldur úti vefsíðu fyrir einstaklinga í leit af atvinnu í rafíþróttum og tölvuleikjaiðnaðinum. Bæði atvinnuleitendur og atvinnurekendur geta auglýst eftir vinnu og vinnuafli á síðu Hitmarker.

Vilja sanngjörn laun fyrir sanngjörn verk

Hingað til hafa allskyns auglýsingar verið á síðunni tengdar störfum í rafíþróttum og tengdum tölvuleikjaiðnaðinum. Fyrirtækið tilkynnti hinsvegar í gær að ekki verði í boði lengur fyrir atvinnurekendur að auglýsa eftir fríu vinnuafli, s.s. sjálfboðaliðum og óborguðu starfsnámi. 

Hitmarker tekur fram að ástæðan fyrir breytingunum sé að þau trúi á mottóið „fair day’s pay for a fair day’s work“ sem þýðir einfaldlega að þau styðji sanngjörn laun fyrir sanngjarnt verk.

Fyrirtækið telur að sjálfboðaliðastörf og óborgað starfsnámi eigi aðeins að vera notað í tengslum við góðgerðamál og af opinberum ástæðum, en ekki fyrir raunverulega vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert